Tónlistarfélag ME eða TME sinnir nú undirbúningi fyrir Barkann, söngkeppni ME. Sigurvegari Barkans verður fulltrúi ME í söngkeppni framhaldsskólanna sem verður haldin 12. apríl. Barkinn fer fram í Valaskjálf 27. febrúar kl. 19:30. Húsið opnar kl. 19:00 og eru miðar seldir við innganginn.
Við spurðum S.Svandísi formann TME hvernig undirbúningur gengi?
"Æfingar ganga vel og við erum voðalega spennt. Það eru 10 atriði sem ætla að stíga á svið og einnig skemmtiatriði. Dómarar verða þau Nanna Imsland, Sigurveig Stefánsdóttir og Andri Bergmann."
Margir af þeim sem taka þátt í starfi TME hafa einnig verið í starfi Leikfélags ME og er því nóg að gera hjá nemendum. S.Svandís sagði að hljómsveitin væri þétt í þetta skiptið og skipa eftirfarandi nemendur hana: á trommur eru Logi Beck, á gítar eru Benedikt Árni, Kjartan Óli og S.Svandís. Á Bassa spila Auðun Snædal, Friðjón Ingi og S.Svandís. Á hljómborð eru S.Svandís, Maria Anna, András og Ágúst Bragi.