Menntaskólinn á Egilsstöðum tók þátt í undirbúningi Starfamessu með Austurbrú, sveitarfélögunum á austurlandi og VA. Starfamessan var sett upp fyrir 9.-10. bekki á austurlandi og svo 1. bekk í framhaldsskólunum á austurlandi. Nemendurnir tóku þátt í ratleik sem leiddi þau um salinn og í samræður við öll fyrirtækin sem tóku þátt. Þetta tókst allt mjög vel og var mikil ánægja með viðburðinn af hálfu ME.
ME var að sjálfsögðu með bás bæði til að kynna skólann og námsframboð skólans. Þá var ME með jólatré með "jólakúlum" af störfum, myndir af starfsmönnum og hvaða menntun þeir hafa náð sér í. Í skólanum okkar starfar frábær hópur fólks með afar fjölbreytta menntun.
Við þökkum kærlega fyrir okkur, takk fyrir allir sem komu og takk fyrir samstarfið!