Lið Menntaskólans á Egilsstöðum keppir sína fyrstu viðureign í Gettu betur á morgun 6. janúar kl. 18:10. Lið ME keppir við lið Framhaldsskólans á Laugum og fer útsendingin fram á ruv.is. Í liði ME eru þau Steinar Aðalsteinsson, Auðun Lárusson Snædal og Sólgerður Vala Kristófersdóttir. Við óskum þeim góðs gengis á morgun, 6. janúar.
27 skólar eru skráðir til leiks, en keppnin hefst í dag 5. janúar.
Áfram ME!