Snævar Ívarsson sendi grein til Austurgluggans nýlega þar sem hann hrósar Nönnu Imsland, náms- og starfsráðgjafanum okkar og nemendaþjónustunni fyrir góða þjónustu við lesblinda. Þar nefnir hann meðal annars gagnabanka Nemendaþjónustunnar ásamt þjónustunni sem Nemendaþjónustan veitir. Gagnabankinn er eitthvað sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara, þar er að finna ógrynni af bjargráðum fyrir lesblinda sem og aðra sem glíma við sértæka námsörðugleika. Það eru ekki bara nemendur ME sem geta nýtt sér þennan banka, hann er opinn öllum.
Nanna hefur reglulega verið með lesblindusmiðju þar sem hún fer yfir nokkra þætti sem eru gagnlegir og eru meðal annars á padlet vegg sem hún hefur sett upp og haldið utan um (er aðgengilegur í gagnabankanum). Þetta reyndist þeim sem sóttu námskeiðið mjög gagnlegt og hefur nýst þeim áfram í þeirra skólagöngu. Við getum einfaldlega ekki lagt nógu mikla áherslu á það hversu mikilvægt það er að sýna þeim sem eiga í námserfiðleikum leiðir og tæki sem þeir geta nýtt sér. Svo geta auðvitað allir nýtt sér þessi tæki, með og án lesblindu. Við hvetjum alla til að kíkja í gagnabankann okkar, óhjákvæmilegt að græða á því!
Hér má sjá greinina sem Snævar skrifaði og birtist í Austurglugganum