ME í framhaldsskólaleikunum í rafíþróttum

Menntaskólinn á Egilsstöðum tekur þátt í Framhaldsskólaleikunum í rafíþróttum 2025. Um er að ræða keppni í þremur tölvuleikjum; Counter Strike 2 (CS2), Rocket League og Fortnite. ME er með lið í öllum keppnum en um 12-14 skólar taka þátt. Undankeppnin er hafin og er gaman að fylgjast með liði ME á instagram (me-esportss).

Fyrirkomulag keppninnar er þannig að allir skólarnir keppa í þeim þremur leikjum sem þegar hafa verið taldir upp. Fyrst er undankeppni sem er riðlakeppni með tveimur riðlum. 8 skólar komast áfram í úrslitakeppni með því að fá stig eftir því hvar þau enda í hverjum leik og úr samfélagsmiðlakeppni. Úrslitakeppninni er síðan streymt í beinni hjá Sjónvarpi Símans, Twitch, Youtube, Facebook og Kick.

Úrslitakeppnin hefst 5. mars og stendur alla miðvikudaga þar til keppnin klárast.

Aðalmenn í liðum ME eru eftirfarandi:

CS2 - Sigurður Óttar, Þórir Freyr, Ragnar Torfa, Logi Beck og Tindur.

Fortnite - Marion, Alexander Örn og Jakub

Rocket League - Jakub, Hilmir Dagur og Valgeir Már.

Hægt er að fylgjast með keppninni í Rocket League og CS2 með því að smella á hlekkina bak við nöfn tölvuleikjanna.

Áfram ME