Í ME hefur undanfarna vetur verið boðið uppá áfanga þar sem áhersla er lögð á útivist og sjálfseflingu en áfanginn er liður í Eramus+ verkefninu F:ire&ice, sem er samvinnuverkefni ME, UÍA og írsku ungmennasamtakanna YMCA. Íslenski hópurinn lagði um síðustu helgi land undir fót og heimsótti jafnaldra sína á Írlandi og segja má að það hafi verið sigurstund seiglunnar þegar íslenski hópurinn steig loks á írska grundu, því verkefninu var upphaflega ætlað að eiga sér stað 2020.
Íslenski hópurinn mun dvelja í Cobh í um vikutíma og kynnast írskri menningu og náttúru. Írski hópurinn mun svo endurgjalda heimsóknina í ágúst en þá munu ungmennin eiga saman viku í austfirskum óbyggðum og m.a. ganga saman Víknaslóðir.
Við hvetjum öll til að fylgjast með ævintýrum hópsins næstu vikuna á samfélagsmiðlum skólans; Instagram og Facebook.
Hér má svo finna fleiri myndir af ævintýrum hópsins.
Fyrir ykkur sem ekki voruð búin að sjá þetta frábæra innslag Landans um hópinn og vinnuna hennar Hildar hér í ME út frá náttúrumeðferð og útivist, þá má horfa á það hér.