ME keppir í Morfís í kvöld

Morfís lið ME 2021
Morfís lið ME 2021

Menntaskólinn á Egilsstöðum keppir við Fjölbrautaskólann í Ármúla í Morfís (Mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskóla á Íslandi) í kvöld kl. 20. Keppnin fer fram í Reykjavík.

Keppnin fer þannig fram að 4 nemendur frá hvorum skóla takast á með því að halda magnaðar ræður um ákveðið málefni. Í hvoru liði eru liðsstjóri, frummælandi, meðmælandi og stuðningsmaður. Val sigurvegaranna byggist svo á rökum liðanna, flutningi þeirra, svörum við rökfærslu andstæðinganna og hughrifum dómaranna. Dómararnir eru 3 í hverri keppni. Keppnin er með útsláttarfyrirkomulagi þannig að það lið sem vinnur kemst áfram í keppninni. 

Í liði ME þetta árið eru þau Einar Freyr Guðmundsson, Jóhanna Hlynsdóttir, Elísabeth Anna Gunnarsdóttir og Óli Jóhannes Gunnþórsson.

Viðureigninni verður streymt og mun hlekkur á streymið birtast á Facebook-síðu Morfís eða hér

ÁFRAM ME!