Þann 5. desember síðastliðinn var dregið í fyrstu umferð Gettu betur. Það eru 24 skólar sem mætast í fyrstu umferð dagana 8., 9. og 13. janúar, en 25 skólar eru skráðir til keppni (MH vann í fyrra og situr hjá í fyrstu umferð). Keppnirnar verða í beinni útsendingu á www.ruv.is og hefjast klukkan 18. 12 skólar fara áfram í næstu umferð, ásamt þremur stigahæstu tapliðunum. Seinni undankeppnin verður á Rás 2 og á www.ruv.is.
Menntaskólinn á Egilsstöðum keppir við Fjölbrautaskóla Norðurlands Vestra fimmtudaginn 9. janúar. ME og FNV eru 4 viðureignin þann dag.
Í liði ME eru þau Sigvaldi Snær Gunnþórsson, Embla Fönn Jónsdóttir og Steinar Aðalsteinsson. Þjálfari liðsins er eins og síðustu ár Jóhann Hjalti Þorsteinsson. Við óskum liði ME góðs gengis og segjum ÁFRAM ME!