ME keppir við MH í Gettu betur

Af æfingu Gettu betur liðs ME 2022
Af æfingu Gettu betur liðs ME 2022

Lið Menntaskólans á Egilsstöðum vann lið Framhaldsskólans í Mosfellsbæ í fyrstu umferð Gettu betur og er því komið áfram í 16 liða úrslit. Næsta viðureign fer fram miðvikudaginn 19. janúar í beinu streymi á ruv.is og á rás 2. ME mætir þá Menntaskólanum við Hamrahlíð. 

Við óskum Unnari, Gunnari og Heiðdísi góðs gengis. Áfram ME