ME mætir VMA í 16 liða úrslitum Gettu betur

Eftir síðustu viðureignir fyrstu umferðar í Gettu betur var dregið í 16 liða úrslit sem fara fram 21. og 23. janúar næstkomandi. Menntaskólinn á Egilsstöðum mun mæta Verkmenntaskólanum á Akureyri þann 21. janúar. Viðureign þeirra verður síðasta viðureign kvöldsins. Keppnin fer fram eins og fyrsta umferðin á vef ruv.is og eins á Rás2. Það lið sem vinnur þessa viðureign kemst í 8 liða úrslit sem fara fram í sjónvarpi.

Við óskum Steinari, Sigvalda og Emblu góðs gengis og hvetjum alla til að leggja við hlustir og hvetja okkar lið. Áfram ME!