ME sigraði FNV í fyrstu umferð Gettu betur

Steinar, Sigvaldi Snær og Embla Fönn, lið ME í Gettu betur 2025
Steinar, Sigvaldi Snær og Embla Fönn, lið ME í Gettu betur 2025

Menntaskólinn á Egilsstöðum hafði betur gegn liði Fjölbrautaskóla norðurlands vestra á Sauðárkróki í fyrstu umferð Gettu betur í kvöld. 

ME fóru sterk af stað, svöruðu 10 spurningum rétt í hraðaspurningum á móti 7 réttum svörum FNV. Eftir bjölluspurningar og lokaspurningu var ljóst að ME fór með sigur af hólmi með 24 stig á móti 9 stigum Norðlendinganna. Við óskum Jóhanni Hjalta þjálfara, Steinari, Sigvalda Snæ og Emblu Fönn innilega til hamingju með flotta byrjun. Við munum fylgjast spennt með 2. umferð. Nánari upplýsingar um hana koma síðar.

Enn og aftur til hamingju og áfram ME!