ME sigraði VMA í 16 liða úrslitum

Steinar, Sigvaldi Snær og Embla Fönn, lið ME í Gettu betur 2025
Steinar, Sigvaldi Snær og Embla Fönn, lið ME í Gettu betur 2025

Menntaskólinn á Egilsstöðum sigraði Verkmenntaskólann á Akureyri með 18 stigum gegn 14 stigum VMA í Gettu betur í kvöld. Fyrri keppnisdagur af 2 í 16 liða úrslitum fór fram í kvöld á Rás 2 en sá seinni fer fram 23. janúar. 

Þetta þýðir að ME mun keppa í 8 liða úrslitum í sjónvarpi en dregið verður um hverjir mótherjarnir verða eftir seinni keppnisdaginn í 16 liðar úrslitum. 8 ár eru frá því að ME keppti síðast í sjónvarpi í Gettu betur, eða árið 2017.

Við óskum Sigvalda Snæ, Steinari, Emblu Fönn og Jóhanni Hjalta þjálfara innilega til hamingju með árangurinn. Við fylgjumst áfram spennt með.