ME tekur þátt í Starfamessu Austurlands

Nú styttist í Starfamessu Austurlands 2024, viðburð sem haldinn er að frumkvæði Sveitarfélaganna á Austurlandi í samstarfi við Austurbrú, Verkmenntaskóla Austurlands og Menntaskólans á Egilsstöðum.

Starfamessan fer fram þann 19. sept á milli kl. 10-14 í íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum. 

Á Starfamessunni munu atvinnuveitendur og skólar á Austurlandi kynna störf og námsframboð í landshlutanum og taka á móti nemendum úr 9. og 10. bekkjum fjórðungsins auk nýnema framhaldsskólanna, á milli kl. 10:00-12:30. Lífsleiknikennarar fyrsta árs nema ME munu fylgja nemendum á viðburðinn. Viðburðurinn verður jafnframt opinn almenningi frá 12:30-14:00 og þar með eldri nemendum ME og starfsfólki.

Með Starfamessu Austurlands 2024 vonum við að nemendur og kennarar fái góða yfirsýn yfir þau fjölbreyttu störf sem unnin eru á Austurlandi og að allir geti í framhaldinu, út frá sínum áhuga og styrkleikum, fundið sitt draumastarf í heimabyggð!

Nánar er hægt að lesa um verkefnið hér en fyrirtæki geta enn skráð sig til leiks með því að hafa samband við Palla hjá Austurbrú í gegnum netfangið palli@austurbru.is. Einnig hvetjum við nemendur til að kynna sér auglýsingaherferðina á samfélagsmiðlum um störf Austfirðinga hér