Menntaskólinn á Egilsstöðum er þátttakandi í verkefni Landverndar sem kennt er við Grænfánann. Í því felst að skólinn velur sér 1-2 þema hverju sinni, sem ætlað er að auka umhverfisvitund nemenda og starfsfólks, að mennta til sjálfbærrar þróunar. Umhverfisnefnd skólans sem skipuð er starfsmönnum og nemendum sér um að framkvæma verkefnið. Fyrsta verkefnið sem varð fyrir valinu er "Neysla og hringrásarkerfið". Samkvæmt verkefninu fetar skólinn sig áfram í 7 skrefum að Grænfánanum þar sem meðal annars eru sett markmið, aðgerðaráætlun, námsefnisgerð, miðlum upplýsinga og fleira. ME stefnir að því að geta flaggað Grænfánanum í fyrsta skiptið í vor
Sem hluti af áherslu á umhverfismál og sjálfbærni fengum við Guðrúnu Schmitt í heimsókn í gær á kennarafund þar sem hún kynnti bók sína "Menntun til sjálfbærni" handbók fyrir kennara. Kennarar unnu verkefni á fundinum undir stjórn Guðrúnar og veltu meðal annars upp hvernig kennarar sjá tækifæri til að tengja neyslu og hringrásarkerfið inn í kennsluna. Við þökkum Guðrúnu kærlega fyrir gott og gagnlegt erindi.
Nánari upplýsingar um Grænfánaverkefnið má sjá á vefsíðu Landverndar.