Nú um miðjan september náði ME því takmarki að stíga 3. og 4. skrefið af svokölluðum grænum skrefum sem öll ríkisfyrirtæki taka nú þátt í. Skrefin eru fimm og er ríkisfyrirtækjum gert að klára þau fyrir áramót ásamt því að setja sér loftslagsstefnu. Með loftslagsstefnunni fylgir einnig aðgerðaáætlun í að minnka losun gróðurhúslofttegunda út í andrúmsloftið en það sem út af stendur þarf stofnunin að kolefnisjafna, sem hefur auðvitað í för með sér aukinn kostnað. Með því að feta grænu skrefin minnkar losunin og því skiptir það miklu máli að starfsmenn sem nemendur taki fullan þátt í flokkun úrgangs og vistvænum viðburðum, máltíðum, samgöngum og fl.