Lið Menntaskólans á Egilsstöðum og lið Menntaskólans á Ísafirði eigast við í fyrstu umferð Gettu betur 8. janúar næstkomandi. Fyrsta umferð fer fram í útvarpi (mögulega í netútsendingu) og ætti að vera aðgegngileg á vef ruv.is. ME og MÍ eigast við í síðustu viðureign kvöldsins þann 8. janúar.
Lið ME er skipað þeim Katrínu Eddu Jónsdóttur, Sebastían Andra Kjartanssyni og Kristeyju Bríeti Baldursdóttur. Þjálfari liðsins er Jóhann Hjalti Þorsteinsson. Liðið hefur stundað æfingar síðan í október. Við óskum þeim góðs gengis í komandi keppni og segjum áfram ME!