Námsmatsdagar

Seinasti kennsludagur fyrri haustspannar er 7. október og dagana 8.-14. október eru námsmatsdagar.

Á námsmatsdögum eru tvær 3 klukkustunda lotur í hverjum áfanga, ein fyrir hádegi og ein eftir hádegi, sjá stundatöflu nemenda og hér á heimasíðu ME.

Námsmatsaðferðir geta verið verklegar, munnlegar eða skriflegar s.s. tilraunir, ferðir, próf, lokaverkefni eða viðtöl. Nánari upplýsingar um námsmat eru hér á heimasíðu ME.

Nemendur sem óska eftir sérúrræðum vegna prófa á námsmatsdögum er bent á að hafa samband við Nemendaþjónustuna.

Skipulag námsmats er sett fram með skýrum hætti í hverjum áfanga á Canvas, á forsíðu eða öðrum áberandi stað.