Í gær færði Nemendafélag Menntaskólans á Egilsstöðum stjórn Krabbameinsfélags Austurlands styrk að upphæð 292.979.- sem var afrakstur áskorunarviku NME.
Söfnunin fór þannig fram að ýmsir nemendur tóku að sér að framkvæma ákveðna hluti þegar ákveðnum upphæðum væri náð í söfnuninni. Þannig voru einhverjir baðaðir úti á milli kennsluhúss og heimavistarhúss, ritnefndin var "rjómuð" inni í kennsluhúsinu, einhverjir sungu niðri í bæ og aðrir færðu fólki blóm. Vikan gekk mjög vel og erum við afar stolt af nemendum okkar fyrir að standa að slíku góðgerðaverkefni. Peningarnir munu án efa nýtast vel hjá Krabbameinsfélagi Austurlands. Vel gert NME!