Nýtnivika

Nýtnivika
Nýtnivika

Umhverfisnefndin okkar vill minna á evrópsku nýtnivikuna. Umhverfisstofnun heldur úti vefsíðunni www.samangegnsoun.is og er ýmis fróðleikur þar, meðal annars upplýsingar um nýtnivikuna. Þema nýtnivikunnar er að þessu sinni "það sem ekki sést". Umhverfisstofnun býður á morgun (föstudag) upp á fyrirlestur um umhverfisáhrif gagnavera og netnotkun, streymið frá viðburðinum má nálgast á Facebook. Í því samhengi má einnig benda á grein á www.vísir.is um umhverfissporið sem felst til dæmis í að senda óþarfa tölvupóst. Hvetjum alla til að kynna sér umhverfisspor af tölvunotkun og hlusta á streymið og taka þannig virkan þátt í nýtnivikunni.

 

Öll getum við gert örlítið betur í umhverfismálum, litlu hlutirnir skipta líka máli.