Nemendafélag Menntaskólans á Egilsstöðum eða NME eins og það er kallað í daglegu tali hefur gefið út skólablað á vorin síðustu ár. Þetta skólablað kallast Ókindin. Blaðið er sérlega skemmtilegt, unnið alfarið af nemendum og það tekist vel til.
Blaðið inniheldur skemmtileg viðtöl, upplýsingar um NME, upprifjun af skólaárinu og ýmislegt skemmtilegt. Á venjulegu skólaári hefði blaðið innihaldið árbók, en vegna Covid var fallið frá því.
Ókindin 2019-2020 var einnig gefin út á rafrænu formi og á pappír og má nálgast blaðið hér, njótið.