Nýjasta Ókindin, skólablað ME er nú aðgengilegt hér á vef ME á svæði nemendafélagsins.
Ókindin er gefin út árlega af nemendafélagi ME og er það ritnefnd skólans sem sér um útgáfuna. Því miður á skólinn ekki rafrænar útgáfur af öllum skólablöðunum en flest eru þau þó til útprentuð. Aðgengileg á vef ME eru útgáfur frá 2015-2016, 2019-2020 og svo 2023-2024. Hvetjum öll til að glugga í Ókindina og við bíðum spennt eftir árgangi 2024-2025 í vor.
Ef svo ótrúlega vill til að þið vitið um fleiri rafræn eintök af Ókindinni sem við erum ekki með á vefnum okkar þiggjum við allar góðar ábendingar.