Búið er að opna fyrir umsóknir í dagskólanám í hjá okkur í ME á vorönn 2023. Allar upplýsingar um nám í boði, spannirnar, verkefnatíma eða aðra þætti er varðar skólann má finna hér á heimasíðunni.
Umsóknir fara í gegn um www.menntagatt.is eða með því að smella á "umsókn um nám" á forsíðu me.is.
Skólinn er afar spennandi kostur. Spannir og verkefnatímar hafa fengið mikið lof nemenda og starfsmanna. Nemendum líður vel í ME, heimavistin er góður kostur og mötuneytið mjög gott. Félagslíf í ME er með góðu móti og er til dæmis gott íþróttalíf í skólanum þar sem nemendur hafa aðgang að íþróttahúsi í tímum nokkrum sinnum í viku og sérstakt tónlistarherbergi í heimavistarhúsi sem nemendur geta nýtt til að spila saman eða æfa sig.
Tekið er við umsóknum til 30. nóvember 2022
Ef spurningar vakna má alltaf senda þær á skrifstofa@me.is