Í dag, miðvikudaginn 9. apríl er opinn dagur í ME. Það þýðir að nemendur eru í óhefðbundnum verkefnum í skólanum. Að þessu sinni tökum við á móti nágrönnum okkar frá VA í Neskaupstað og frá FAS á Höfn í Hornafirði. Nemendur munu etja kappi í íþróttum og kallast hátíðin Austfirsku Ólympíuleikarnir.
Nokkuð mörg ár eru liðin frá því að síðast voru haldnir Austfirskir Ólympíuleikar og því afar ánægjulegt að það verði af þessu í ár. Keppni fer fram í Íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum og hefst upp úr klukkan 11 og lýkur klukkan 14. Keppt verður í blaki, körfubolta og knattspyrnu. Skólarnir eiga allir sinn lit, sem stuðningsaðilar eru hvattir til að klæðast í stúkunni. VA er í rauðu, ME er í bláu og FAS er í hvítu.
Að lokinni keppni verður matur í mötuneyti ME fyrir alla nemendur, þá hafa nemendur tíma til að hittast í ME, fara í pílu, borðtennis eða annað sem áhugi er fyrir. Klukkan 15:15 verður Kahoot og að því loknu verður verðlaunaafhending.
Hvetjum öll sem ekki eru að fara að keppa til að mæta og hvetja sitt lið og mynda þannig skemmtilega stemmingu í stúkunni.