Örnámskeið á Zoom í byrjun næstu spannar

Í byrjun næstu spannar býður nemendaþjónusta ME öllum áhugasömum nemendum ME upp á nokkur örnámskeið í gegnum fjarfundakerfið ZOOM. Námskeiðin eru eftirfarandi:

21. október (miðvikudagur) kl. 15.10-15.50 verður boðið upp á örnámskeið í tímastjórnun. Þar verður stiklað á stóru um mikilvægi tímastjórnunar, yfirsýnar og stefnu í námi. Á meðal þess sem fjallað verður um eru t.d. mismunandi aðferðir við gerð verkefnalista og tímaáætlana, um forgangsröðun, tímaþjófa og frestunaráráttu. 

22. október (fimmtudagur) kl. 15.10-15.50 verður boðið upp á örnámskeið í námstækni. Þar verður m.a. farið í gegnum virkni í námi, lestrar- og glósutækni, próftökutækni, að festa rætur í námsefni og tengja saman hugtök og hugmyndir í hugkortaformi. 

28.-29. október (miðvikudagur og fimmtudagur) kl. 15.10-15.50 verður boðið upp á tveggja daga námskeið fyrir nemendur sem glímt hafa við lestrarörðugleika/lesblindu og vilja læra um alla þá tæknimöguleika sem standa til boða. Vissir þú til dæmis af appi Hljóðbókasafns Íslands, af þeim talgervlum sem í boði eru á hinum ýmsu tungumálum, skanna- og innfyllingarforritum, raddinnslætti, litum, leturgerðum og fleira. 

 

Skráning á námskeiðin fer fram hjá Nönnu í gegnum nanna@me.is sem jafnframt veitir nánari upplýsingar.