Rafræn sýning á lokaverkefnum útskriftarnemenda ME haust 2022 hefur verið opnuð. Næstkomandi laugardag, þann 17. desember, munu 25 nemendur útskrifast frá skólanum. Lokaverkefnin eru fjölbreytt að efni og innihaldi, fróðleg og áhugaverð. Um leið og nemendur fá hamingjuóskir með lærdómsrík verkefni er þeim þakkað fyrir skemmtilega samveru síðastliðin ár og óskað velfarnaðar í framtíðinni. Slóðin á sýninguna er hér