Í enskuáfanganum 3RB voru nemendur að lesa Macbeth og Animal Farm. Eitt af verkefnunum var að skapa eitthvað þar sem Macbeth væri notað sem innblástur.
Nemendur fengu mjög frjálsar hendur með hvernig þau skiluðu verkefninu af sér. María Rós Steindórsdóttir gerði þetta sérlega skemmtilega myndband þar sem Macbeth veltir fyrir sér hvort hann eigi virkilega að drepa konunginn. Eins og sést leitar hún líka í smiðju hljómsveitarinnar Scissors Sisters og lagið þeirra “I Can’t Decide”. Hvetjum ykkur til að skoða myndbandið hér fyrir neðan.