Skólabyrjun

Bréf hefur verið sent á nemendur um skólabyrjun en við stiklum á stóru hér. Stundaskrár nemenda opna í Innu í dag, 14. ágúst. Til að skrá sig inn í INNU eru notuð rafræn skilríki. Ýmsar gagnlegar leiðbeiningar má finna hér á síðu skólans www.me.is, t.d. stofutöflu, verkefnatímatöflu og margt fleira.

Nýnemar mæta í skólann mánudaginn 19. ágúst kl. 10:00 á sal skólans (í heimavistarhúsi, upp tröppurnar). Nýnemadagurinn er ætlaður öllum sem hefja nám við skólann í fyrsta skipti. Nýnemar verða einir í skólanum þennan dag og fá ýmsar kynningar um skólalífið. Á nýnemadegi er meðal annars boðið upp á aðstoð við tæknileg mál og kerfisstjóri er nemendum innan handar við að tileinka sér vinnulag á námsvefnum

Skólasetning er þriðjudaginn 20. ágúst kl. 9:00. Kennsla hefst svo samkvæmt stundaskrá kl. 10:10. Munið að taka námsgögn og tölvurnar ykkar með! Engir verkefnatímar verða á fyrsta skóladegi en nemendur eru hvattir til að fara í A4 ef námsgögn vantar.

Heimavist skólans opnar fyrir nýnema 18. ágúst kl. 16 og mánudaginn 19. ágúst kl. 16 fyrir aðra nemendur. Skólameistari gefur nánari upplýsingar.