Skólahald í næstu viku og jafnvel þar næstu

Nýnema dagar skólans gengu mjög vel fyrir sig frá miðvikudegi þar til í dag og okkar nýju nemendur virðast komnir vel af stað.

Mánudaginn 24. ágúst tekur gildi nýtt fyrirkomulag vegna gildandi sóttvarnarreglna þar sem nær allir nemendur mæta í skólann annan hvern dag.

Mánudaginn 24. ágúst, miðvikudaginn 26. ágúst og föstudaginn 28. ágúst , þriðjudaginn 1. september og fimmtudaginn 3. september mæta þeir sem heita fornöfnum sem byrja á A til og með J.

Þriðjudaginn 25. ágúst, fimmtudaginn 27. ágúst, mánudaginn 31. ágúst, miðvikudaginn 2. september og föstudaginn 4. september mæta þeir sem heita fornöfnum sem byrja á K til og með Ö.

Nemendur á starfsbraut og framhaldsskólabraut 1 mæta þó daglega yfir þennan tíma.

Á þennan hátt er reynt að framfylgja 100 manna fjöldatakmörkunum í skólahúsnæðinu sem er eitt sóttvarnarhólf.

Þetta fyrirkomulag verður endurmetið í takt við mögulegar breytingar á fjöldatakmörkum í lok næstu viku.
Allir nemendur skulu gæta vel að 1 metra fjarlægðarmörkum sem sóttvarnarreglur segja til um að gildi í skólum. Í stofum er raðað upp miðað við þær reglur en nemendur þurfa að huga að þessum fjarlægðarmörkum í öllum vistarverum skólans.

Einnig skulu nemendur ávallt sótthreinsa snertifleti í stofum s.s. borð og stóla í upphafi og síðan í lok hvers tíma.

 

Lykilatriðið er sem fyrr að huga sem best að almennu hreinlæti og taka tillit til annarra .

Heimavist skólans verður opnuð sunnudaginn 23. ágúst eftir kl. 17:00 fyrir eldri nemendur skólans. Munið að mæta með sprittið fyrir sóttvarnir í ykkar herbergjum. Við erum jú öll almannavarnir
Hlökkum til að sjá ykkur öll