Í tilefni tónleika Tónlistarfélags ME næstkomandi föstudag spjölluðum við aðeins við S. Svandísi Hafþórsdóttur, formann TME um tónleikana og hennar áherslur í starfi TME en sjálf er hún fjölhæf tónlistarkona sem og spilar til að mynda á fjögur hljóðfæri á komandi tónleikum.
Fremur stór hópur nemenda tekur þátt í tónleikunum að þessu sinni auk þess sem þrír einstaklingar úr röðum starfsfólks eru svo heppnir að fá að stíga á stokk með þessum frábæra hópi sem og einn fyrrum nemandi. Tónleikarnir eru með aðeins öðru sniði en áður þar sem fjölmargir skipa hljómsveitina. Þrír trommuleikarar skipta því efnisskránni milli sín, sjö gítarleikarar, fjórir bassaleikarar, fjórir píanó/hljómborðsleikarar auk blásturshljóðfæraleikara. 13 söngvarar eru síðan í hópnum og fá tónleikagestir að heyra fjöldann allan af slagörum á borð við Bíólagið með Stuðmönnum, Á tjá og tundri með Sálinni hans Jóns míns og Lög og regla með Bubba.
En hvers vegna eru ákvað Svandís að breyta tónleikafyrirkomulaginu? Mig langaði til gefa öllum tækifæri til að spila á sín hljóðfæri í hljómsveit, þó það væri ekki nema 1-2 lög. Það er misjafnt hvað fólk treystir sér í. Það er svo allt öðruvísi en að vera einn að glamra heima og mikilvægt að allir fái að prófa og læra að spila saman – því þetta er svo gaman. Svandís hvetur einnig fleiri nemendur sem langar að spreyta sig í söng og hljóðfæraleik á næstu tónleikum til að vera í sambandi.
Eftirfarandi einstaklingar syngja og spila á eftirfarandi hljóðfæri:
Trommur: Friðrik Árnason, Kristófer Hilmar Brynjólfsson, Logi Beck Kristinsson
Gítar: Benedikt Árni Pálsson, Bragi Már Birgisson, Brynjar Pálmi Ásgeirsson, Dalía Sif Ágústsdóttir, Kjartan Óli Ingólfsson, Kristrún Lea Einarsdóttir, S. Svandís Hafþórsdóttir
Bassi: Auðun Lárusson Snædal, Friðjón Ingi Þorlaugsson, Kristrún Lea Einarsdóttir S. Svandís Hafþórsdóttir,
Hljómborð: András Kerekes, Auður Erna Aradóttir, Ágúst Bragi Daðason, Ína Berglind Guðmundsdóttir, S. Svandís Hafþórsdóttir
Þverflauta: Stefanía Þórdís Vídalín Áslaugardóttir
Saxófónn: Stefanía Þórdís Vídalín Áslaugardóttir
Trompet: Auður Erna Aradóttir
Hristur: Svandís Hafþórsdóttir
Söngur:
Auður Erna Aradóttir
Ágúst Bragi Daðason
Árni Friðriksson
Guðrún Elín Ævarsdóttir
Gyða Árnadóttir
Ína Berglind Guðmundsdóttir
Kristófer Hilmar Brynjólfsson
Nanna Imsland
Ríkey Elísdóttir
Sesselja Ósk Jóhannsdóttir
Sebastían Andri Kjartansson
Sigurrós Sigurðardóttir
Stefanía Þórdís Vídalín Áslaugardóttir
Kynnir kvöldsins verður Reynir Hólm, forvarna- og félagslífsfulltrúi.