Starfsfólk og nemendur ME eru hvött til að taka þátt í Styrkleikum Krabbameinsfélagsins sem fara fram á Vilhjálmsvelli um helgina. Styrkleikarnir eru fjáröflunarviðburður Krabbameinsfélagsins sem snýst einnig um að sýna samstöðu með þeim sem eru að glíma við krabbamein eða minnast þeirra sem hafa tapað baráttunni við sjúkdóminn.
Kennari við skólann lést fyrr á árinu úr krabbameini svo afar auðvelt er fyrir starfsfólk að tengja við málstaðinn. Þá hafa bæði núverandi og fyrrverandi starfsmenn og nemendur þurft að kynnast þessum erfiða sjúkdómi á eigin skinni. Öll þekkjum við einnig einhvern sem er að berjast, hefur sigrað eða verið sigraður. Hvetjum alla sem geta til að mæta á Vilhjálmsvöll um helgina og sýna samstöðu í verki. Hægt er að skrá sig í lið, en einnig hægt að mæta bara á staðinn og taka þátt.
Þeir sem vilja styrkja Krabbameinsfélagið eða kynna sér viðburðinn betur geta fengið frekari upplýsingar hér.