Eittlif.is hefur opnað úrræðaleitavél á síðunni sinni. Um er að ræða nokkurs konar gagnabanka yfir samtök og stofnanir sem sinna stuðningi í tengslum við geðheilbrigði, kynheilbrigði, félagsleg vandamál, ofbeldi, fíkn, fátækt og sorg.
Að verkefninu standa minningarsjóður Einars Darra ásamt mennta- og menningarmálaráðuneytinu og stórum hópi fagfólks úr öllu þjóðfélaginu. Þetta er afar glæsileg leitarvél sem vonandi getur hjálpað fólki í neyð til að finna úrræði fyrir sig. Það er alltaf leið.
Nemendaþjónusta ME hefur einnig tekið saman stóran gagnabanka með allskyns hjálpargögnum. Hverjum alla til að líta á gagnabankann, þar gæti leynst frábær hjálp.