Í næstu viku velja dagskólanemendur áfanga fyrir vorönn. Nemendur skrá sig í áfanga á Inna.is
Upplýsingar um námsframboð og leiðbeiningar um valið má finna á heimasíðu ME undir “Námið” og “Um námið” og “Val”. Einnig er hægt að skoða “highlights” á instagram til að nálgast upplýsingar um þá valáfanga sem verða í boði í vor. Athugið að nokkrir glænýir og spennandi verða í boði - FÉLA2SA05 - samfélags og nýmiðlar, SAGA2SC05 - farsóttir á Íslandi frá Svartadauða til Covid-19, MARG2PH05 - myndvinnsla í Photoshop, LEIK2HL05 - handritagerð og leikstjórn.
Nemendur velja 6 áfanga í aðalval, 2 áfanga í varaval . Þá velja nýnemar íþróttaáfangana ÍÞRÓ1SS01 og ÍÞRÓ1LH01 (bóklegar íþróttir) og eldri nemendur ÍÞRÓ1HR01.
Nánari upplýsingar um brautir og brautarkjarna er að finna undir flipanum Námið.
Hér eru leiðbeiningar um val og námsferilsgerð.