Nýtt reiðhjólaskýli og rafhleðslusvæði fyrir fjóra rafbíla í einu var vígt í dag í blíðskaparveðri.
Í tilefni þessa var haldin nafnasamkeppni fyrir bæði skýli og hleðslusvæðið. Reiðhjólaskýlið fékk nafnið Valtýshellir og rafhleðslusvæðið fékk nafnið Bjarg.
Skýlið er vel rafmagnsvætt og upplýst til að auka öryggi og einnig eru þar smáverkfæri og pumpa til að þjónusta þá sem koma á hjólum/rafhjólum í skólann.
Við óskum starfsmönnum og nemendum öllum til hamingju með þessa viðbót og vonum að enn fleiri en áður muni nýta sér vistvæna ferðamáta á leið sinni í skólann.