Viltu fara í skiptinám á fullum styrk?

Vilt þú fara í skiptinám haustið 2024 á fullum styrk á vegum AFS/Erasmus+? 

ME, FSN, FSS og VMA eru partur af verkefninu og eru takmörkuð pláss í boði. Síðasta haust fóru tveir ME-ingar út á vegum verkefnisins, til Ítalíu annars vegar og Tékklands hins vegar.

🤔 Hvað: Upplifðu það að vera ungmenni í öðru landi innan Evrópu, hjá fósturfjölskyldu, í nýjum skóla!

🙋 Hver: Ert þú nemandi á aldrinum 16-18 ára og hefur áhuga á skiptinámi? Þá er þetta tækifæri fyrir þig

📅 Hvenær: Brottför verður í ágúst eða september 2024

🌎 Möguleg lönd: Nokkur lönd í Evrópu í boði (Belgía, Ítalía, Ungverjaland, Slóvakía og Tékkland). Nemendur sem vilja fara "hvert sem er” fá plús í kladdann. Athugið að sérstök áhersla er lögð á að veita nemum með færri tækifæri á að fara í skiptinám, pláss. Tekið er þó á móti öllum umsóknum, þannig ekki hika við að sækja um!

⌚ Lengd: 3 mánuðir

💰Kostnaður: Enginn! (utan vasapeninga)

💡Færðu dvölina metna til eininga í ME?: Já! Að hámarki 15 ein fást metnar fyrir dvölina. 

⚠️ Umsóknarfrestur: 20. janúar kl. 23:59


Sendu inn umsókn til AFS hér!

AFS hefur samband við þann einstakling/einstaklinga sem verða fyrir valinu. Athugið að fá pláss eru í boði fyrir skólana fjóra.
Allar nánari upplýsingar má fá hjá Nönnu náms- og starfsráðgjafa.