Virðingarvika ME fer fram dagana 16.-20. september. Virðing er eitt af þremur gildum ME og er því gert hátt undir höfði í þessari viku. Gildi ME eru annars gleði, virðing og jafnrétti.
Vikan er stútfull af spennandi viðburðum og um að gera að bretta upp ermar og taka þátt. Dagskrá er birt með fyrirvara um breytingar.
Vikan byrjar á því að Þorgerður María Þorbjarnardóttir formaður Landverndar flytur erindi kl. 13. mánudaginn 16. september. Dagurinn er jafnframt dagur íslenskrar náttúru.
þriðjudaginn 17. september verður áskorenda keppni - Nánar um það síðar.
Miðvikudagurinn 18. september verður fataslá vígð kl. 9:55 - Höfum fataskipti! Fataskiptaslá sett upp þar sem nemendur og starfsmenn geta komið með föt og fengið önnur í staðinn.
Fimmtudaginn 19. september verður sýnt fræðslumyndband - nánar síðar.
Föstudaginn 20. september verður Kahoot kl. 10.
Hvetjum bæði nemendur og starfsfólk til að taka þátt og höfum í huga að við berum ábyrgð á náttúrunni, við skulum virða hana.