Virðingarvika ME byrjar í dag 15. september. Í virðingarviku leggjum við áherslu á eitt af þremur gildum skólans, virðingu, og gerum það í víðu samhengi þess orðs. Umhverfisnefnd skólans sér um skipulag og framkvæmd vikunnar með aðkomu ýmissa starfsmanna og nemenda skólans.
Í dag, 15. september er erindi um sjálfbærni fyrir nemendur og starfsmenn kl. 11:15 á sal skólans. Sigrún Hanna frá Hallormsstaðaskóla mun fræða okkur um þessi mál.
16. september mun Árni skólameistari segja frá rafskútum ME og samgöngupotti sem er í boði fyrir nemendur. Unnar og Rafael munu segja frá áskorun nemenda og Kristín Matthildur og Katrín Högna munu opna fatamarkað sem verður staðsettur í anddyri kennsluhúss.
19. september verður Kahoot hjá pullunum í kennsluhúsi í löngu frímó kl. 9:55.
20. september mun formaður umhverfisnefndar, Björn Gísli gerast áhrifavaldur og mun fræða okkur um umhverfismál #björngísligrammar.
21. september í 6. blokkinni verður plokk. Þá fá sér allir ferskt loft, hreyfa sig og leggja sitt af mörkum við að hreinsa til í kring um okkur. Léttar veitingar verða í boði fyrir þátttakendur.
Kennarar ME munu leggja sig fram um að tengja kennsluna virðingu og umhverfismálum og í mötuneytinu verða í boði umhverfisréttir.
Nemendur og starfsmenn eru hvattir til að nota tækifærið og fara í gegn um fataskápinn sinn og hafa "fataskipti" á fatamarkaðinum. Öll eru hvött til að hjóla, ganga eða taka strætó í skólann og taka virkan þátt í þessari flottu viku.