Virðingarvika ME

Virðing er eitt af þremur grunngildum ME og er því gert hátt undir höfði í þessari viku. Vikan er stútfull af spennandi viðburðum og um að gera að bretta upp ermar og taka þátt.

Vikan byrjar á fyrirlestri Guðrúnar Schmidt frá Landvernd. Hún flytur erindi á sal kl. 11:15 í dag 16. september. Dagurinn í dag er jafnframt dagur náttúrunnar.

föstudaginn 17. september kl. 9:55 verður vígsla hjólaskýlisins. Árni Óla segir frá hjólaskýlinu, rafhleðslu og samgöngupotti. Þá verða úrslit í nafnasamkeppni um nafn á hjólaskýlið kynnt. Veitingar í boði.

Þriðjudaginn 21. september kl. 9:55 - Höfum fataskipti! Fataskiptaslá sett upp þar sem nemendur geta komið með föt og fengið önnur í staðinn.

Miðvikudaginn 22. september er "plokk í blokk". Þá fáum við okkur frískt loft, hreyfum okkur og plokkum í 6. blokkinni.

Hvað getum við gert? er á nokkrum mismunandi tímum yfir vikuna.

 

Höfum í huga að við berum ábyrgð á náttúrunni, við skulum virða hana.