Fréttir

Vilt þú verða ME-ingur

Innritun í ME lýkur 10. júní eins og í aðra framhaldsskóla. Hins vegar ef einhverjir vilja bætast í hópinn eftir 10. júní hvetjum við þá til að hafa samband.

45 nýstúdentar útskrifaðir frá ME

45 nýstúdentar voru útskrifaðir úr ME í dag í Valaskjálf. Útskriftin fer án efa í sögubækurnar þar sem hún var afar óhefðbundin. Eingöngu stúdentarnir voru viðstaddir ásamt skólameistara og áfangastjóra og tæknimönnum. Gestir fylgdust með í beinni útsendingu á Facebook.

ME nær fyrsta græna skrefinu

Nú ríkir mikil gleði í ME því fyrsta Græna skrefið er komið í hús. Verkefnið Græn skref í ríkisrekstri snýst um að efla vistvænan rekstur ríkisins og skráði ME sig til leiks í ársbyrjun 2018.

Skemmtilegt ensku verkefni

Í enskuáfanganum 3RB voru nemendur að lesa Macbeth og Animal Farm. Eitt af verkefnunum var að skapa eitthvað þar sem Macbeth væri notað sem innblástur.